top of page

Komin í loftið


Þrátt fyrir að vera búin að dunda mér við þessa síðu í nokkra daga og skrifa fyrsta bloggið þá var ótrúlega erfitt að ýta á Publish takkann og gera hana opinbera. Ég er alltaf að rekast á eitthvað nýtt í þessu flotta vefumhverfi sem ég er að prófa mig áfram í og er enn að finna alls kyns fídúsa sem ég á eftir að prófa betur. En svo lengi lærir sem lifir svo þetta kemur væntanlega allt með kalda vatninu.

Undanfarna daga hef ég verið að lesa ýmislegt sem tengist náms- og starfsráðgjöf, bæði skýrslur og rannsóknir, sem ég ætla að blogga um við fyrsta tækifæri. Það er mjög mikið til af spennandi efni sem hægt væri að eyða heilu sumarfríi í að liggja yfir og rúmlega það. Það kemur sér því einstaklega vel fyrir fólk eins og mig hvað það er kalt úti. Það er gjörsamlega ógerningur að sitja úti í sólinni nema í úlpu og góðu skjóli og garðverkin, þau fara ekki neitt. Samviskan er því tær og hrein yfir góðum latte og lesefni í stofunni heima.


Featured Posts
Nýjustu færslur
Safn
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page