top of page

Fyrstu skrefin

Það hlaut að koma að því. Sumir eiga það til að ofhugsa hlutina og eflaust er það einmitt það sem ég hef gert varðandi það að setja upp heimasíðu og byrja að blogga. Ég var á þvælingi um heimaslóðirnar í dag og ákvað með sjálfri mér að dagurinn í dag væri fullkominn til að byrja á nýjum kafla. Nú væri komið að þessu og því voru fyrstu skrefin í heimasíðugerð og bloggskrifum tekin í dag. Þegar upp var staðið þá var þetta alls ekki eins flókið og ég hélt í fyrstu en ég er nokkuð viss um að síðan mín á eftir að taka miklum breytingum á næstu dögum og vikum. Ég er að læra á nýtt heimasíðuumhverfi og eins og með allt nýtt sem maður tekur sér fyrir hendur þá lærist þetta smátt og smátt.

Tilgangurinn með þessu bloggi er fyrst og fremst sá að skrifa um starfið mitt og það sem ég er að fást við þar. Mig langar að skrifa um það sem er að gerast á vettvangi náms- og starfsráðgjafar og í skólamálum almennt. Mig langar til að deila áhugaverðu efni og vonandi skapa vettvang fyrir aðra að gera slíkt hið sama.

En fyrstu skrefin eru yfirleitt ekki mörg svo þetta verður látið duga að sinni.


Featured Posts
Nýjustu færslur
Safn
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page